Hlíðaskóli og Langholtsskóli komnir í Skrekk-úrslit

Skóli og frístund

""

Þriðja úrslitakvöldinu í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, lauk í gærkvöld með sigri Hlíðaskóla og Langholtsskóla. 

Sex skólar eru því komnir í úrslit og munu keppa til sigurs í Borgarleikhúsinu mánudaginn 17. nóvember. Að auki hefur dómnefnd valið tvo skóla til að keppa á úrslitakvöldinu. Þar munu því keppa:

- Austurbæjarskóli,
- Hlíðaskóli,
- Kelduskóli,
- Langholtsskóli,
- Laugalækjarskóli,
- Réttarholtsskóli,
- Seljaskóli,
- Sæmundarskóli.

Átta skólar hafa keppt til úrslita á hverju undanúrslitakvöldi og hefur Borgarleikhúsið verið þétt setið unglingunum sem hafa skemmt sér hið besta. 

Úrslitakeppni Skrekks verður sýnd beint á Skjá 1 kl. 19.00 mánudaginn 17. nóvember.