Hlaupið í litum um miðborgina | Reykjavíkurborg

Hlaupið í litum um miðborgina

föstudagur, 8. júní 2018

Litahlaupið The Color Run verður í miðborg Reykjavíkur á morgun, laugardaginn 9. júní.  Upphitun fyrir hlaupið hefst klukkan 9 en litglaðir hlauparar verða ræstir kl. 11 í Hljómskálagarðinum og þar endar hlaupið einnig.

  • Litagleði í miðborginni (mynd fengin af vef Color Run)
    Litagleði í miðborginni (Mynd fengin af vef Color Run)
  • Hlaupaleið og tímabundnar lokanir á umferð. Kort einnig aðgengilegt sem pdf - sjá tengil í frétt.
    Hlaupaleið og tímabundnar lokanir á umferð. Kort einnig aðgengilegt sem pdf - sjá tengil í frétt.

Hlaupin er 5 km löng leið um miðborgina og má sjá leiðina á korti. Akandi umferð verður beint um hjáleiðir. Umferðarhindranir verða fjarlægðar að hreinsun lokinni. Litagleðin heldur áfram í Hljómskálagarðinum að hlaupi loknu.

Vakin er athygli á bílastæðum við BSÍ. Sjá kort

Nánari upplýsingar: