Hlaupið eftir Sæbrautinni á fimmtudagskvöld

Samgöngur Íþróttir og útivist

""

Víðavangshlaup ÍR verður ræst kl. 20:15 á Sæbraut gegnt Hörpu og af þessum sökum verða takmarkanir á umferð um Sæbrautina frá kl. 19.00 og þar til hlaupi lýkur.

Hlaupið verður eftir syðri akrein austur að gatnamótum við Kringlumýrarbraut, beygt inn á Kringlumýrarbraut og tekin snúningur til baka í átt að Sæbraut að gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Borgartúns. Sæbrautin hlaupin áfram til austurs að Kirkjusandi þar sem tekinn er snúningur á nyrðri akreinina og hún hlaupin til baka áfram í mark.

Víðavangshlaup ÍR hefur í rúma öld farið fram á sumardaginn fyrsta og er eitt fjölmennasta 5 km hlaup landsins. Vegna aðstæðna var hlaupinu frestað fram á haustið, en ÍR-ingar kappkosta að halda hlaupið í ár til að rjúfa ekki 105 ára sögu þess. Víðavangshlaup ÍR var fyrst haldið árið 1916 og hefur síðan þá verið órjúfanlegur þáttur í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar og á enginn íþróttaviðburður hér á landi á jafn langa samfellda sögu og Víðavangshlaup ÍR, eins og segir á vef hlaupsins.

Nánari upplýsingar: