Heimsókn á Sjóminjasafnið í Hull

Menning og listir

""

Sjóminjasafnið í Hull fékk um liðna helgi togvíraklippur að gjöf frá Landhelgisgæslunni og var sá gjörningur hluti af samstarfi Sjóminjasafnanna í Reykjavík og Hull, en þessar borgir eru systraborgir og eiga langa sameiginlega sögu.

Dagana 31. ágúst – 3. september hélt hópur frá Íslandi til Kingston upon Hull, sem er systurborg Reykjavíkur. Þessi hópur taldi hátt í 40 manns og voru flestir félagar í Öldungaráði Landhelgisgæslunnar og Hollvinasamtökum Óðins.

Reykjavíkurborg átti fulltrúa í þessum hópi, sem voru Líf Magneudóttur, forseti borgarstjórnar og Elsa Yeoman, formaður menningar- og ferðamálaráðs, auk nokkurra starfsmanna Borgarsögusafns Reykjavíkur. Ferðin er hluti af samstarfsverkefnum Sjóminjasafnsins í Reykjavík (sem er hluti af Borgarsögusafni) og Hull Maritime Museum og var með henni endurgoldin heimsókn enskra fyrr á árinu.

Boðið var upp á fjölbreytta dagsrká í Hull og m.a. gafst fyrrum gæslumönnum færi á að hitta enska sjómenn af Íslandsmiðum frá tímum þorskastríðanna. Hvarvetna var Íslendingunum tekið með kostum og kynjum og óhætt er að segja að andi vináttu hafi svifið yfir vötnum. Íslendingarnir gáfu safninu í Hull m.a. merkan grip, sem eru togklippur úr þorskastríðunum.