Heimsmeistaramót U20 í Laugardal

Íþróttir og útivist

""

Íshokkísamband Íslands heldur heimsmeistaramót U20 í Skautahöllinni í Laugardal 14. - 20. janúar 2019. Pawel Bartoszek, formaður íþrótta, tómstunda og menningarmálaráðs Reykjavíkurborgar kastaði fyrsta pekki á heimsmeistaramótinu sem hófst í gær.

Íslenska karla­landsliðið í ís­hokkíi skipað leik­mönn­um 20 ára og yngri sem fór vel af stað í 3. deild heims­meist­ara­móts­ins í Skautahöllinni. Íslenska liðið vann 5:4 - sig­ur á Ástr­al­íu í gær eft­ir afar spennandi og skemmti­leg­an leik.

Algjör Íshokkíveisla er framundan sem enginn íshokkí-unnandi má láta fram hjá sér fara. Dagskrá heimsmeistaramótsins má finna á www.IIHF.com Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta geta fylgst með næstu leikjum í beinni útsendingu hér.

Nánari upplýsingar um leikina má finna á heimasíðu Alþjóðaíshokkísambandinu IIHF.

Frítt er fyrir börn yngri en 16 ára