Heimaþjónustan í efri byggð sigurvegarar Heilsuleika Reykjavíkurborgar | Reykjavíkurborg

Heimaþjónustan í efri byggð sigurvegarar Heilsuleika Reykjavíkurborgar

fimmtudagur, 17. maí 2018

Heilsuleikum Reykjavíkurborgar lauk í síðustu viku með góðri þátttöku en 950 starfsmenn borgarinnar tóku þátt í leikunum að þessu sinni. Heilsuleikarnir eru nú haldnir í þriðja sinn og að þessu sinn var lögð áhersla á næringu.

  • Sigurvegararnir hjá Heimaþjónustunni í efri byggð
    Sigurvegararnir hjá Heimaþjónustunni í efri byggð
  • Íbúðakjarninn Bríetartúni varð í öðru sæti
    Íbúðakjarninn Bríetartúni varð í öðru sæti
  • Leikskólinn Álftaborg varð í þriðja sæti Heiluleikanna að þessu sinni
    Leikskólinn Álftaborg varð í þriðja sæti Heiluleikanna að þessu sinni

Á þeim tveimur vikum sem leikarnir stóðu skráðu þátttakendur hvorki meira en minna en 124.654 heilsueflandi æfingar í Sidekick appið og gerðu að meðaltali 10 heilsueflandi æfingar á dag á mann og streitulosandi slökunaræfingar í tæplega eina og hálfa klukkustund á viku á mann að meðaltali.

Lið Heimaþjónustunnar í efri byggð - Meistararnir náði fyrsta sæti í þessum leikum og skutu þar með sigurvegurum síðustu tveggja leika Íbúðarkjarnanum Bríetartúni í annað sæti.  Leikskólinn Álftaborg lenti í þriðja sæti.

Ragnhildur Ísaksdóttir starfsmannastjóri Reykjavkurborgar og Lóa Birna Birgisdóttir, verkefnastjóri Heilsuleikanna, afhentu viðurkenningar til þeirra sem urðu í 1. til 3 sæti á leikunum og til meistara í efnisflokkum.

Úrslit efstu þriggja sæta eru eftirfarandi:

Liðakeppni  í Heilsuleikum Reykjavíkurborgar

heilsuleikar_2018_vor.jpg

Heimaþjónustan efri byggð eru jafnframt meistarar í flokkunum hreyfingu og í hugrækt.

Íbúðakjarninn Bríetartúni eru meistarar í næringarflokknum.

Við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn. 

Markmiðið með Heilsuleikum Reykjavíkurborgar er að virkja starfsmenn í margvíslegum heilsuáskorunum sem bæta jafnt líkamlega sem andlega heilsu og hafa jákvæð áhrif á samskipti og starfsanda á vinnustaðnum.  Megintilgangur Heilsuleikanna er að vekja starfsmenn til vitundar um mikilvægi þess að huga að sinni heilsu. Reykjavíkurborg leggur áherslu á fjölskylduvænt og heilsueflandi samfélag og heilbrigðir starfsmenn eru mikilvægur hlekkur í þeirri keðju.

Reykjavíkurborg þakkar fyrir frábæra þátttöku starfsmanna í Heilsuleikunum að þessu sinni og hlakkar til að vinna áfram að því að vinnustaðir borgarinnar verði í fararbroddi í heilsueflingu starfsmanna.