Heilsueflandi samfélag í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Heilsueflandi samfélag í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum

Það var ánægjuleg samkoma í Norræna húsinu þegar fulltrúar frá hinum ýmsum stofnunum, félgasamtökum og Reykjavíkurborg innan Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um að gera hverfin að heilsueflandi samfélagi.

               

Það var ánægjuleg samkoma í Norræna húsinu þegar fulltrúar frá hinum ýmsum stofnunum, félgasamtökum og Reykjavíkurborg innan Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um að gera hverfin að heilsueflandi samfélagi. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum misserum verið að innleiða þessa stefnu í hverfum borgarinnar og að þessu sinni var komið að áður nefndum hverfum að gera slíkt hið sama. Það voru fulltrúar frá íþróttafélögunum, leik- og grunnskólum, frístundamiðstöð, hverfisráðum, íbúasamtökum, foreldrafélögum, félagsstarf eldri borgara og Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða sem undirrituðu þessa viljayfirlýsinu fyrir hönd þessara aðila í hverfunum þremur.  Það er Sigríður Arndís Jóhannsdóttir verkefnastjóri í Þjónustumiðstöðinni sem leiðir þessa vinnu.