Heilsa og velferð barna og unglinga

Velferð Skóli og frístund

""

Heilsa og velferð barna og unglinga er efni morgunverðarfundar Náum áttum hópsins í september. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 25. september klukkan 8.15 til 10.00 á Grand Hóteli, Sigtúni 38.

Fundirnir eru ávallt tileinkaðir börnum og ungmennum en Náum áttum er opinn samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál.

  • Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir, eigendur Hugarfrelsis, fjalla um fyrirbyggjandi aðferðir gegn kvíða og streitu hjá ungmennum.
  • Nú er tækifæri er heiti erindis Gísla Rúnars Guðmundssonar, menntastjóri NÚ grunnskóla í Hafnarfirði þar sem lögð er áhersla á íþróttir, hreyfingu, heilsu og vendinám.
  • Að lokum fjallar Alma D. Möller landlæknir um mikilvægi svefns hjá börnum og ungmennum undir heitinu Sofum betur – Lifum betur.

Fundarstjóri er Bryndís Jónsdóttir.  Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að fólk skrái þátttöku sína á heimasíðu Náum áttum.  Þátttökugjald er 3000. krónur og innifalið í því er morgunverður.

Dagskrá fundarins