Heildarframlög til grunnskóla hafa hækkað mikið

Skóli og frístund Fjármál

""

Í tengslum við fréttaflutning um skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar um úthlutun fjárhagsramma og rekstur Grunnskóla Reykjavíkur vill Reykjavíkurborg halda eftirfarandi staðreyndum til haga.

Heildarframlög til grunnskólanna hafa hækkað um 46%  frá 2013 sé miðað við  verðlag hvers árs og 32% á föstu verðlagi.

Framlög til grunnskólans eru langstærsti útgjaldaliður Reykjavíkurborgar eða rúmir 28 milljarðar króna. Þau eru mjög svipuð því sem önnur sveitarfélög leggja til sinna grunnskóla.

Framlög til viðhalds skólahúsnæðis hafa tvöfaldast frá 2017 en það ár nam almennt viðhald grunnskólahúsnæðis 535 milljónum króna, 2018 var 829 milljónum króna varið í viðhald og áætlun ársins í ár hljóðar upp á tæpar 1.051 milljónir króna.

Úthlutunarlíkan sem notað er til að útdeila fjármagni til skólanna er nú endurskoðað af starfshópi. Eru skil á nýju líkani áætluð um áramótin.