Háteigsskóla lokað tímabundið vegna smitvarna - English below

Covid-19 Skóli og frístund

""

Háteigsskóla hefur nú verið lokað tímabundið vegna ráðlegginga almannavarna til að verjast kórónaveirunni Covid-19.

Tæplega hundrað nemendur Háteigsskóla og 13 starfsmenn eru nú í sóttkví eftir að þrír starfsmenn félagsmiðstöðvar og skólans greindust með Covid-19 kórónuveirusmit.

Samráð hefur verið haft við smitsjúkdómalækni og almannavarnir vegna stöðunnar. Talið var nauðsynlegt að setja hömlur á starfið á meðan smitið er rakið. Því hefur verið brugðið á það ráð að loka skólanum tímabundið og einnig félagsmiðstöðinni til að gefa ráðrúm til smitrakningar og meta stöðuna. Ákvörðun um framhaldið verður tekin samkvæmt ráðleggingum smitsjúkdómalæknis og almannavarna á morgun.

Ferilinn í Háteigsskóla

15.3 - Smit kemur upp í félagsmiðstöð - starfsmaður greinist og 15 nemendur fara í sóttkví

15.3 - Smit kemur upp í skóla - kennari greinist. 26 nemendur og átta starfsmenn í sóttkví.

16.3   Smit kemur upp í skóla - kennari greinist. 36 nemendur og fimm starfsmenn í sóttkví.

ATHUGIÐ UPPFÆRT KL. 18.53 17.3.2020

Skólinn verður lokaður í tvær vikur á meðan starfsfólk og nemendur eru í sóttkví. Ákvörðun um framhald verður metin þá. 

 

Háteigsskóli compulsory school closed

Háteigsskóli compulsory school has closed because of Covid -19 infections and quarantines.

Nearly a hundred students at Háteigsskóli compulsary school and 13 employees are now in quarantines after three employees at the social centre and school got infected by the coronavirus Covid-19.

After cooperation with health authories because of the situation a decision was taken to close the school in order to give the infection tracing team time to figure out the infection line. The school and social centre will bclosed temporarily until the situation has been cleared. A further decision will be taken in accordance with health authorities and the Department of Civil Protection and Emergency Management. 

Timeline of events

15.3 - An employee is infected at the social centre and 15 students are quarantined.

15.3 - An employee is infected at Háteigsskóli and 26 students and eight employees are quarantined.

16.3   An employee is infected at Háteigsskóli and 36 students and five employees are quarantined.

AN UPDATE AT 18.55 17.3.2020

The school will be closed for two weeks whilst students and employees are quarantined.