Hani, krummi, hundur, svín í Árbæjarsafni

Mannlíf Menning og listir

""

Hani, krummi, hundur, svín er yfirskrift sunnudagsins 26. ágúst á Árbæjarsafni og verður sá dagur eins og nafnið ber með sér tileinkaður húsdýrum.

Á Árbæjarsafni búa íslenskar landnámshænur, kindur og lömb, hestar og folald. Að auki verða nokkrir íslenskir fjárhundar í heimsókn í tilefni dagsins. Með reglulegu millibili geta börn einnig skellt sér á hestbak og látið teyma undir sér stuttan hring.

Að vanda verður heitt á könnunni í Dillonshúsi og heimilislegar veitingar í boði.

Dagskráin hefst klukkan eitt og stendur til klukkan fjögur síðdegis.

Ókeypis aðgangur fyrir börn, eldri borgara og öryrkja.

Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni: Eitt safn á fimm frábærum stöðum.