Halldóra tekur við stjórnartaumum í Drafnarsteini

Skóli og frístund

""

Halldóra Guðmundsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í Drafnarsteini í Vesturbæ. 

Halldóra lauk B.Ed. gráðu í leikskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands 1999 og hefur lokið 30 ECTS í meistaranámi í stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands.

Halldóra hefur starfað sem leikskólakennari í tvö ár, sem deildarstjóri í 9 ár, sem leikskólastjóri í eitt ár og sem aðstoðarleikskólastjóri í Drafnarsteini frá 2011, eða í 7 ár og hefur því víðtæka reynslu af starfi og stjórnun leikskóla. Hún tekur við leikskólastjórastöðunni 1. september þegar Elín Mjöll Jónasdóttir lætur af störfum eftir áratuga starf. 

Þrjár umsóknir bárust um leikskólastjórastöðuna, en tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka.