Hagkvæmt húsnæði, ungt fólk og fyrstu kaupendur | Reykjavíkurborg

Hagkvæmt húsnæði, ungt fólk og fyrstu kaupendur

mánudagur, 12. mars 2018

Opinn fundur um hagkvæmt húsnæði, ungt fólk og fyrstu kaupendur verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, föstudaginn 16. mars kl. 8:30. Á fundinum verður m.a. farið yfir innsendar hugmyndir um hagkvæmt húsnæði sem borgin hefur fengið sendar eftir hugmyndaleit. 

  • Nýir stúdentagarðar við Sæmundargötu. Mynd: Yrki Arkitektar.
    Nýir stúdentagarðar við Sæmundargötu. Mynd: Yrki Arkitektar.

Nýjar lausnir og hugmyndir í húsnæðismálum eru mikilvægar til að hvetja til nýsköpunar og framþróunar í uppbyggingu íbúða. Í vetur auglýsti Reykjavíkurborg eftir hugmyndum til þess að auka framboð af hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Tæplega 70 hugmyndir bárust sem gefa spennandi fyrirheit um framtíðina.

Á fundinum mun Dagur B. Eggertsson fara yfir innsendar hugmyndir auk þess sem forsvarsmenn sex eða fleiri áhugaverðra hugmynda munu kynna nánar sínar hugmyndir.

Þá verða einnig kynnt næstu skref í verkefninu um hagkvæmt húsnæði en síðar í vor verða ákveðnar lóðir auglýstar undir valin nýsköpunarverkefni.

Fundurinn hefst klukkan 9 með erindi borgarstjóra en húsið opnar 8:30 og er boðið upp á léttan morgunverð.

Fundarstjóri verður Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.

Fundinum verður streymt á facebook síðu Reykjavíkurborgar og á vef Reykjavíkurborgar.

Dagskrá

08:30 Morgunverður

09:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnir hugmyndir sem bárust

09:40 Forsvarsmenn nokkurra hugmynda um hagkvæmt húsnæði kynna hugmyndir sínar

10:30 Næstu skref og lóðir – hvar verður hagkvæmt húsnæði í borginni?

11:15 Umræður og fyrirspurnir