Hagir og líðan reykvískra unglinga

Velferð Skóli og frístund

""

Rannsókn og greining gerðu í febrúar sl. rannsókn sem kannar hagi og líðan ungmenna í Reykjavík með samanburði við landið allt. Skýrslan dregur fram líðan unglinga í 8., 9., og 10. bekk grunnskóla. Hún fjallar um ýmsa þætti í lífi unglinga eins og svefn, neysluvenjur og líðan í námi og leik.

Lögð er áhersla á að meta þætti sem skipta máli í lífi ungmenna hverju sinni og meta breytingar í samfélaginu.

Meðal þess sem fram kemur er að 44.4% reykvískra ungmenna telur sig fá nægan svefn á virkum dögum og tæplega 30% meta andlega heilsu sína mjög góða. Tæplega sex prósent unglinga nota rafrettur daglega og er það minna en í fyrri rannsókn sem gerð var árið 2018. Rúmlega sjö prósent hafa notað kannabis og hefur staðið í stað frá fyrri rannsókn.  Yfir 70% unglinga segja mjög auðvelt að fá umhyggju og hlýju frá foreldrum sínum en rannsóknin sýnir að samvera foreldra og unglinga hefur aukist.

Í skýrslunni kemur fram að forvarnarstarf meðal unglinga í grunnskólum á landinu öllu hefur verið mjög öflugt undanfarin ár og er hið svokallaða „Íslenska forvarnarmódel“ er nú notað sem fyrirmynd starfs víðsvegar um heiminn. Rannsókn og greining hefur kappkostað að hámarka nýtingu rannsóknargagnanna með því að greina staðbundnar niðurstöður fyrir sveitarfélög, hverfi, skóla og aðra hagsmunaaðila. Markmiðið er að niðurstöðurnar komist til skila til þeirra sem vinna að því að bæta líf barna og ungmenna frá grasrótinni og upp úr.

Rannsóknin var gerð í febrúar og var svarhlutfall tæplega 85% á landsvísu.

Fáðu að vita meira um hagi og líðan reykvískra ungmenna