Hagaskóli og Hlíðaskóli á Skrekksstökki

Skóli og frístund Menning og listir

""

Fulltrúar Hagaskóla og Hlíðaskóla í hæfileikahátíðinni Skrekk stukku áfram á öðru undanúrslitakvöldinu í gær og keppa ásamt átta skólum á lokahátíðinni næsta mánudag. 

Átta skóla kepptu á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu  5. nóvember; Hagaskóli, Vættaskóli, Klettaskóli, Seljaskóli, Fellaskóli, Austurbæjarskóli, Dalskóli, Hlíðaskóli. 172 unglingar tóku þátt í atriðum kvöldsins og lögðu sig alla fram í sviðslistum, lýsingum og hljóðvinnslu til að komast áfram á lokahátíðina. Í siguratriðum kvöldsins frá Hagaskóla og Hlíðaskóla voru frumsamin lög með mikilvægan boðskap. Hagaskóla komst áfram með atriði sem hét Eftir 13.000 mistök og Hlíðaskóli með atriðið Þið eruð ekki ein. 

Dómnefnd í undanúrslitum skipuðu þau Greta Salóme, Donna Cruz, Ernesto Camilo, Viktor Örn Hjálmarsson og Sigfríður Björnsdóttir, formaður dómnefndar.