Hækkun á styrk svifryks í borginni

Umhverfi Heilbrigðiseftirlit

""

Styrkur svifryks (PM10 og PM 2,5) hefur farið hækkandi í borginni í dag, 21. febrúar samkvæmt mælingum í mælistöðvunum við Grensásveg og Njörvasund. Klukkan 16 var styrkur svifryks (PM10) á Grensásvegi 180 míkrógrömm á rúmmetra og í Njörvasundi var styrkur svifryks 83,8 míkrógrömm á rúmmetra.

Uppspretta svifryks er uppspænt malbik, jarðvegsagnir, salt og sót úr útblæstri bifreiða.

Sólarhringsheilsuverndarmörk fyrir svifryk (PM10) eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. 

Hægur vindur og götur þurrar

Nú er hæg­ur vind­ur og göt­ur þurr­ar og er búist við svipuðum veðurfarsaðstæðum það sem eftir er dags og því lík­ur á að svifryksmeng­un haldist há út daginn, einkum við um­ferðargöt­ur. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum, og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru nú staðsettar við gatnamótin Fossaleynir/Víkurvegur og hin við Njörvasund 27.