Hæfileikarík ungmenni í Breiðholti

Skóli og frístund

""

Það var þétt setinn bekkurinn  í Breiðholtsskóla föstudaginn 8. febrúar þegar börn frá frístundaheimilunum hverfisins öttu kappi í árlegri hæfileikakeppni, Breiðholt got talent.

Keppnin er orðin föst í sessi sem einn vinsælasti viðburðurinn á vegum Frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs. Mikið er lagt í alla umgjörð og það er mikil upplifun fyrir börnin að fá að koma fram á sviði með atvinnu hljóð- og ljósakerfi.

Þátttakendur keppninnar í ár voru 39 krakkar sem sýndu tólf atriði. Eva Rós Halldórsdóttir, Katrín Ásta Jóhannsdóttir og Ragna Björnsdóttir frá frístundaheimilinu Regnboganum sigruðu keppnina í ár. Þær fluttu lagið Maístjörnuna eftir Jón Ásgeirsson við ljóð nóbelsskáldsins, Halldórs Kiljan Laxness .

Allir þátttakendur fengu viðurkenningu að keppni lokinni. Kynnir var Sigyn Blöndal, sjónvarpskona á KrakkaRúv.