Grunnskólar borgarinnar settir í dag

Skóli og frístund

""

Skólasetning er í grunnskólum borgarinnar í dag, öllum nema þremur skólum þar sem skólastarf frestast vegna sóttvarnaraðgerða. 

Rúmlega 15.000 grunnskólabörn eru að hefja skóla- og frístundastarfið í 44 skólum, þar af 38 borgarreknum. 1.500 börn eru að setjast á skólabekk í fyrsta sinn. Víðast hvar eru skólasetning með óhefðbundnu sniði, ýmist í streymt á netinu eða að tekið er á móti minni hópum nemenda á fyrsta skóladegi. 

Nánari upplýsingar eru á heimasíðum skólanna.   

Í þeim tveimur skólum borgarinnar þar sem skólastarfið frestast vegna sóttvarnaraðgerða verður boðið upp á frístundastarf frá hádegi og er unnið að þeirri lausn að nemendur geti einnig komið í frístundastarf fyrir hádegi. Eins og jafnan hafa yngstu börnin forgang um dvöl á frístundaheimili við grunnskóla borgarinnar.  

Sýnum aðgát í umferðinni!
Nú þegar skólabörnum fjölgar í umferðinni er ástæða til að minna ökumenn á að sýna aðgát ó umferðinni, sérstaklega nærri skólaleiðum barna og ungmenna.