Grenndarstöð við Knarrarvog lokað tímabundið

Umhverfi

""

Búið er að loka tímabundið grenndarstöðinni við Knarrarvog, við húsnæði Endurvinnslunnar, frá og með deginum í dag, 8. maí.

Ástæðan er sú að umgengni við stöðina hefur verið slæm. Afar mikið magn úrgangs hefur safnast fyrir utan gámana, þrátt fyrir að eftirlit og hreinsun hafi farið fram oft í viku.

Notendum er bent á nálægar stöðvar við Gnoðarvog, Vatnagarða og Kleppsveg.

Hér er hægt að skoða lista yfir allar grenndarstöðvar.