Grenndarstöð við Ferjubakka lokað

Svona kom starfsfólk að stöðinni dag einn fyrr í mars.
Mikið rusl við grenndarstöð við Ferjubakka.

Grenndarstöðinni við Ferjubakka hefur verið lokað, frá og með deginum í dag, þriðjudeginum 15. mars. Ástæðan er sú að slæm umgengni hefur verið við stöðina í langan tíma.  Skilti um lokunina hefur verið sett upp þar sem stöðin var. 

Mikið magn úrgangs, sem á ekki heima á grenndarstöðvum, hefur reglulega safnast fyrir utan gámana. Þarna hefur verið skilið eftir mikið magn framkvæmdaúrgangs, kompudóts, húsbúnaðar, innréttinga og fleira. Mikil vinna og kostnaður hefur farið í hreinsun við stöðina, sem er ekki hægt að réttlæta. 

Þau sem hafa verið að nota stöðina til að skila endurvinnsluefni í gámana er bent á nálægar grenndarstöðvar við Maríubakka, Mjódd og Stekkjarbakka. Næsta endurvinnslustöð Sorpu er við Jafnasel. 

Hægt er að skoða yfirlit yfir grenndarstöðvar og endurvinnslustöðvar á vef Sorpu.

Grenndarstöð við Ferjubakka