Greiðslur sérstakra húsaleigubóta | Reykjavíkurborg

Greiðslur sérstakra húsaleigubóta

fimmtudagur, 24. maí 2018

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vinnur nú að útfærslu á greiðslum sérstakra húsaleigubóta til leigjenda Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins.

  • Hátúnsblokkir.
    Íbúðablokkir ÖBÍ við Hátún.

Er þetta í samræmi við samþykkt sem borgarráð gerði á fundi sínum þann 3. maí síðastliðinn. Haft verður samráð við Öryrkjabandalag Íslands og nánari upplýsingar birtar á vef Reykjavíkurborgar um leið og þær liggja fyrir. Stefnt er að því að allir, sem rétt eiga, fái greiðslu fyrir árslok.

Samþykkt borgarráðs þann 3. maí 2018