Greiðsla fjárhagsaðstoðar frá Reykjavíkurborg

föstudagur, 12. desember 2014

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar tilkynnir breytingar á greiðslu fjárhagsaðstoðar um næstkomandi áramót.

  • Reykjavík séð úr lofti.
    Reykjavík séð úr lofti.

Frá og með  1. janúar 2015  mun fjárhagsaðstoð til framfærslu, sem greidd er á grundvelli reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg, verða greidd út eftir á en ekki fyrirfram eins og verið hefur. Um er að ræða innleiðingu nýs verklags í greiðslu fjárhagsaðstoðar frá Reykjavíkurborg.

Nýtt verklag á einungis við um þá sem sækja um fjárhagsaðstoð eftir 1. janúar 2015 en ekki þá sem fá aðstoð nú þegar. Nýtt verklag um greiðslu fjárhagsaðstoðar verður tekið upp á öllum sex þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. 

Nánari upplýsingar eru veittar á eftirfarandi  þjónustumiðstöðvum:

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts í síma 411 1200

eða með tölvupósti; arbaer-grafarholt@reykjavik.is

Þjónustumiðstöð Breiðholts, í síma 411 1300

eða með tölvupósti; breidholt@reykjavik.is

Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness - Miðgarður í síma 411 1400

eða með tölvupósti; midgardur@reykjavik.is

Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis í síma 411 1500

eða með tölvupósti; laugardalur.haaleiti@reykjavik.is

Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða í síma 411 1600

eða með tölvupósti; midborg-hlidar@reykjavik.is

Þjónustumiðstöð Vesturbæjar – Vesturgarður í síma 411 1700

eða með tölvupósti; vesturgardur@reykjavik.is