Grassláttur á borgarlandi

Umhverfi Framkvæmdir

""

Grassláttur stendur nú yfir jafnt í borgarlandi sem á einkalóðum enda spretta með óvenjulega miklu móti í sumar. Reykjavíkurborg sér um grasslátt á borgarlandi en fer ekki inn fyrir lóðamörk einkalóða. Slátturinn er framkvæmdur af skrifstofu reksturs og umhirðu hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, ýmist af eigin starfsmönnum eða verktökum. Slegið er að lóðamörkum um alla borg eftir skýru kerfi.

Í ýmsum hverfum eru nokkrar fasteignir á sömu lóð og þar koma íbúar sér væntanlega saman um slátt, viðhald og annað sem varðar þeirra sameign. Endrum og eins vill svo til að mörk einkalóða og borgarlands lenda á miðjum bletti en þótt svo sé ber hvor aðili ábyrgð á sínum hlut. Óhjákvæmlega getur það gerst að t.d. stjórnendur sláttuvéla slái meira en þeim ber að gera en það er ekki í verklýsingum né fá verktaktar greitt fyrir.

Í nokkrum tilvikum í sumar hefur þetta fyrirkomulag valdið misskilningi lóðarhafa sem hafa gert ráð fyrir að borgin slái alla bletti sem eru á beggja ábyrgð. En það er mjög skýrt í verklagsreglum að borgin slær ekki bletti sem eru innan lóðamarka einkalóða.