Grafarvogsbúar fjölmenntu á íbúafund borgarstjóra

Fjármál Framkvæmdir

""

Íbúafundur borgarstjóra um málefni Grafarvogs í gærkvöldi var vel sóttur og salurinn í Borgum, félags- og menningarmiðstöð í Spönginni var þéttskipaður, auk þess sem fjölmargir fylgdust með streymi af fundinum á Facebook síðu Reykjavíkurborgar. Upptaka af fundinum verður gerð aðgengileg í þessari frétt.  Líflegar umræður voru að framsögum loknum og fór meðal annarra Ómar Ragnarsson þar á kostum.

Borgarstjóri fór í kynningu sinni yfir þau mál sem eru á döfinni í Grafarvogi í þjónustu og uppbyggingu innan hverfisins, en þar kennir margra grasa.  Bryggjuhverfið er í hraðri uppbyggingu og mun stækka. Hann sýndi einnig nýjar myndir frá deiliskipulagsvinnu fyrir Ártúnshöfða sem taka mun miklum breytingum á næstu árum.  Kynningarglærur borgarstjóra má skoða hér í heild sinni

Þorsteinn R. Hermannsson samgöngustjóri var með stutta kynningu á undirbúningi Borgarlínu og hvernig hún mun bæta samgöngur í borginni.  Kynningarglærur Þorsteins má skoða hér

Sesselja Eiríksdóttir sem verið hefur virk í starfi eldri borgara horfði á Grafarvog frá þeirra sjónarhóli.

Íbúar í Grafarvogi höfðu fjölmargar fyrirspurnir til framsögumanna sem svöruðu jafnóðum. Ábendingar og athugaemdir voru teknar niður færðar í fundargerð og verður henni bætt við tengt efni hér í þessari frétt.

Fundarstjóri var Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness.  Fundarritari var Margrét Richter. Skoða fundargerð.

Upptökur af fundinum

Hér fyrir neðan eru upptökur af fundinum skipt upp í fjórar stiklur til þæginda.

Kynning Dags B. Eggertssonar borgarstjóra:

Kynning Þorsteins R. Hermannssonar samgöngustjóra:

Ávarp Sesselju Eiríksdóttur:

Fyrirspurnir og svör:

Myndband um Grafarvog

Til stóð að frumsýna myndband um Grafarvog á fundinum en vegna tæknilegra hnökra gekk það ekki eftir. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. 

Tengt efni: