Grænar þróunarlóðir í alþjóðlegri samkeppni

Samgöngur Umhverfi

""

Reykjavíkurborg er þátttakandi í samstarfi yfir 90 stórborga gegn loftslagsbreytingum.  Samtökin sem heita C40 hafa hleypt af stokkunum verkefninu „Reinventing Cities“ sem beinir sjónum að sjálfbærri og umhverfisvænni hugsun í uppbyggingu borga.  Reykjavík hefur valið þrjár lóðir til uppbyggingar innan ramma verkefnisins.  Það var að frumkvæði Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísar, sem er í forsæti C40, að halda þessa uppbyggingarsamkeppni undir merkjum C40.

Opinn kynningarfundur á miðvikudag           

Nú á miðvikudag verður haldinn opinn kynningarfundur um grænar þróunarlóðir í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefst hann kl. 8.30. Nánar um viðburðinn. Erindi verða á ensku.

Auglýst dagskrá:

  • Dagur B. Eggertsson, mayor of Reykjavík: Opening remarks 
  • Florence de Marignan, consultant: Presentation of C40 and Reinventing cities
  • Maud Caubet, architect: Examples of winning projects of Inventing the Greater Paris Metropolis and feedback on the process from an architect’s perspective
  • Anders Røberg-Larsen, Political advisor to the Vice-Mayor of Urban-Development of Oslo: Overview of the sites of Oslo
  • Hjalmar Sveinsson, chairman of council of environment and planning: Overview of the sites of Reykjavík and conclusion of the event

Bestu lausnir á sviði sjálfbærni, umhverfisgæða og minna kolefnisfótspors       

Markmiðið með samkeppninni er kalla fram lausnir og leita til uppbyggingar á umhverfisvænum byggingum/verkefnum sem sýna bestu lausnir á sviði sjálfbærni, umhverfisgæða og minna kolefnisfótspors, ásamt því að styðja við góða borgarþróun. Fyrirmyndin er vel heppnað verkefni Reinventing Paris sem hleypt var af stokkunum 2015.

Þverfaglegt teymi C40 aðstoðar borgirnar við það að velja besta verkefnið fyrir hverja lóð m.t.t. bestu lausna í umhverfismálum m.a. orkunýtingu, aðlögunarhæfni, sorphirðu, líffræðilegum fjölbreytileika o.s.frv. Einnig er horft til þess sem boðið er sem greiðsla fyrir lóðina/byggingarréttinn. Að lokum fær vinningsteymið leyfi til að fjárfesta í lóðinni og framkvæma verkefnið. Það er á endanum í valdi viðkomandi borgar hvort að þeim samningi/sölu verði.

Borgarráð samþykkt á fundi sínum 9. nóvember á liðnu ári að Reykjavíkurborg legði fram  þrjár lóðir þar sem kallað verði eftir framúrskarandi uppbyggingarverkefnum, bæði frá sjónarmiði borgarþróunar og loftslags- og umhverfismála. Skoða greinargerð.   

Tengt efni: