Götulokanir vegna viðburða í miðborginni | Reykjavíkurborg

Götulokanir vegna viðburða í miðborginni

föstudagur, 1. júní 2018

Á morgun laugardaginn 2. júni mun miðborgin iða af lífi enda fjölmargir viðburðir í gangi. 

  • Kort yfir lokanir gatna í miðborginni og Sæbraut
    Kort yfir lokanir gatna í miðborginni og Sæbraut

Lokað verður fyrir umferð um miðborgina og Sæbraut þar sem fjöldi fólks mun leggja leið sína í miðborgina til að taka þátt eða fylgjast með opnunarhátíð Listahátíðar í Reykjavík, hjólreiðakeppninni WowTour of Reykjavik og Hátíð hafsins.  Þeir sem hyggjast leggja leið sína í miðborgina eru hvattir til að skoða kortið vel og nýta aðrar leiðir til að komast leiðar sinnar eða að ganga, hjóla eða nýta almenningssamgöngur. Sjá kort.