Göngum og hjólum til Gleðigöngu

""
Nú er allt að verða klárt fyrir Gleðigönguna á Reykjavík Pride sem fer frá BSÍ kl. 14 á morgun, laugardaginn 6. ágúst. Reykjavíkurborg hvetur fólk til að koma gangandi, hjólandi eða með Strætó í bæinn.
Gleðigangan fer frá BSÍ kl. 14 á morgun og verður mikið um dýrðir í bænum vegna hennar. Meðfylgjandi er kort þar sem götulokanir vegna Gleðigöngunnar eru útlistaðar.
 
Best er að koma sér í miðborgina gangandi eða hjólandi eða nýta sér almenningssamgöngur Strætó.
Spáð er blíðskaparveðri í Reykjavík á morgun og því má búast við miklum mannfjölda í bænum.