Göngum í skólann - hreyfum okkur reglulega | Reykjavíkurborg

Göngum í skólann - hreyfum okkur reglulega

miðvikudagur, 5. september 2018

Verkefnið Göngum í skólann hófst í dag og er nú haldið í tólfta sinn hér á landi. Átakið var sett í Ártúnsskóla í morgun en það stendur fram til 10. október. 

 • Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs flutti ávarp þegar átakið Göngum í skólann var sett í Ártúnsskóla.
  Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs flutti ávarp þegar átakið Göngum í skólann var sett í Ártúnsskóla.
 • Nemendur í Ártúnsskóla áttu skemmtilegan dag í vændum þegar átakið Göngum í skólann var sett, en við tók útivist og íþróttir í s
  Nemendur í Ártúnsskóla áttu skemmtilegan dag í vændum þegar átakið Göngum í skólann var sett, en við tók útivist og íþróttir í sólinni.
 • Nemendur og gestir út í sólinni eftir að átakið Göngum í skólann hafði verið sett.
  Nemendur og gestir út í sólinni eftir að átakið Göngum í skólann hafði verið sett.
 • Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu flutti ávarp.
  Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu flutti ávarp.
 • Sirkus Íslands skemmti gestum.
  Sirkus Íslands skemmti gestum.
 • Nemendur og starfsfólk í Ártúnsskóla ganga út í sólina.
  Nemendur og starfsfólk í Ártúnsskóla ganga út í sólina.
 • Fulltrúar lögreglunnar voru viðstaddir þegar Göngum í skólann var hleypt af stokkunum í tólfta sinn.
  Fulltrúar lögreglunnar voru viðstaddir þegar Göngum í skólann hófst, en meginmarkmið þess er að gera börn færari um að ferðast á öruggan hátt í umferðini.

Verkefnið Göngum í skólann er á vegum Íþrótta- og Ólympiusambands Íslands í samstarfi við lögreglu, Samgöngustofu, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Embætti landlæknis og Heimili og skóla. Verkefnið hefur vaxið ár frá ári, fyrir tólf árum tóku 26 skólar þátt í því en nú eru þeir 71 um allt land. 

Í Ártúnsskóla var mikið um dýrðir í morgun þegar átakið var sett af stað; nemendur sungu fyrir gesti, sem voru fulltrúar allra þeirra sem að átakinu standa, og Sirkus Íslands skemmti gestum. Þá fóru nemendur og starfsfólk skólans í gönguferð í nærumhverfi skólans í Elliðaárdalnum og í framhaldinu tók við íþróttadagur í skólanum, með margvíslegri hreyfingu og skemmtan.  

Meginmarkmið verkefnisins Göngum í skólann er að hvetja skólabörn til að tileinka sér virkan ferðamáta og gera þau færari um að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Þá gengur verkefnið út á að fræða þau um ávinning þess að hreyfa sig reglulega, draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum.