Góðir Erasmus-styrkir til skóla- og frístundastarfs

Skóli og frístund

""

Landsskrifstofa Erasmus+ hefur samþykkt fjórar styrkumsóknir frá skóla- og frístundasviði og veitt alls um 13. m.kr.til verkefna tengjast námi og þjálfun starfsfólks.

Verkefnið „Rafíþróttir í æskylýðsstarfi“ mun veita 16 starfsmönnum frá öllum frístundamiðstöðvum borgarinnar tækifæri til að heimsækja Helsinki og skoða hvernig þar er unnið markvisst með rafíþróttir í æskulýðsstarfi í borginni.

Í verkefninu „Lærum af þeim bestu - þróun starfshátta í skólahljómsveitum í Reykjavík“ ætla 15 starfsmenn skólahljómsveita Reykjavíkurborgar að kynna sér framúrstefnulegt starf með börnum og unglingum hjá Sant Andreu Jazz Band í Barcelona, auk þess sem að forsprakki þeirra kemur til Íslands og heldur námskeið fyrir starfsmenn skólahljómsveita borgarinnar.

Verkefnið „Ungmennaráð - Flæði, gæði, fléttur“ felur í sér tvær námsferðir sem Eramus+ styrkir. Fyrri ferðin verður farin til Helsinki þar sem 14 starfsmenn ungmennaráða munu kynnast því hvernig unnið er með vikra þátttöku ungs fólks. Í seinni ferðinni munu starfsmenn og ungmenni úr ungmennaráðum borgarinnar fara til Kaupmannahafnar og kynnast því hvernig ungmennaráð þar í borg. Einnig munu þau taka þátt í lýðræðishátíðinni Ungdommens folkemode.

Frístundamiðstöðin Miðberg fékk  styrk fyrir verkefninu „Vits er þörf þeim er víða ratar“. Það felur í sér námsferð 35 starfsmanna í unglingastarfi í Breiðholti til Eistlands þar sem samstarfsaðili Miðbergs, Association of Estonian open youth centres, ætlar að bjóða þeim að kynnast fjölbreyttu félagsmiðstöðvastarfi.

Styrkþegum er óskað til lukku með þessi verkefni og styrkina frá Erasmus+ .