Góðar horfur með ráðningar í skóla- og frístundastarfinu

Skóli og frístund

""

Ráðningar í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum þetta haustið ganga vel. Ráðið hefur verið í 94,5% stöðugilda í leikskólum, 98,2% í grunnskólum og 80,2% í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum.

Þann 20. ágúst var óráðið í 76 grunnstöðugildi í 63 leikskólum borgarinnar, um 40 stöðugildi í grunnskólun 36 grunnskólum og 62 stöðugildi í 40 frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum sem svara til 137 starfsmanna í hálft starf.

Staðan í ráðningarmálum er svipuð því og var á sama tíma í fyrrahaust þótt hægar gangi í  ráðningum inn á leikskólana. Betur gengur hins vegar að ráða í störf á frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum þar sem búið er að manna 80% stöðugilda miðað við 78% í fyrra.

Ráðningar standa yfir og því breytast tölur dag frá degi. Næst verður staðan í ráðningarmálum í skóla- og frístundastarfinu tekin 3. september.