Góð þátttaka í sumarsmiðjum kennara

Covid-19 Skóli og frístund

""

Sautján svokallaðar sumarsmiðjur eða símenntunarnámskeið fyrir kennara voru haldin í dag, flest í fjarkennslu til að tryggja sóttvarnir. Þátttakendur unnu verkefni heima og voru í beinu netsambandi við kennara og samnemendur. 

Metþátttaka er í sumarsmiðjum kennara þótt Covid-19 hafi sett strik í reikninginn við fyrirkomulagið, en alls eru um 900 kennarar skráðir. 

Sjö námskeið voru haldin í dag víðs vegar um borgina og tíu önnur í fjarkennslu. Á þeim námskeiðum sem haldin voru með hefðbundnu sniði var tveggja metra reglan í hávegum höfð eins og sjá má af myndum. 

Þátttakendur á fjarnámskeiðunum unnu flestir hverjir verkefni heima við og kynntu þau í lok námskeiðsins fyrir samnemendum sínum. Þannig má segja að reykvískir kennarar hafi fengið góða reynslu af því að læra á netinu líkt og margir nemendur þeirra gerðu á vormisserinu. Um leið voru fjarnámskeiðinu tækifæri fyrir kennara til að æfa sig í fjarkennslu og verkefnavinnu á netinu. 

Nokkur námskeið verða áfram aðgengileg á vefnum eins og nokkrir fyrirlestrar um ADHD.