Góð staða í ráðningum í skóla- og frístundastarfi

Skóli og frístund

""

Nær fullráðið er í störf í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. 

Ráðið hefur verið í 98,4% stöðugilda í 63 leikskólum borgarinnar, 99,5% í 36 grunnskólum og 98,1% í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum.

Í leikskólunum á eftir að ráða í 22,5 stöðugildi miðað við grunnstöðugildi á deildum, sérkennslu og stjórnun. Þann 3. september var óráðið í 52 stöðugildi og 35,7 stöðugildi 14. október 2019.  Að auki á eftir að ráða í samtals 13,2 stöðugildi vegna afleysinga er varða undirbúning, veikindaafleysingar og önnur störf. Þau stöðugildi hafa ekki áhrif á inntöku barna í leikskóla. Ráðið hefur verið í 98,4% stöðugilda miðað við þann fjölda barna sem búið er að bjóða pláss samanborið við 98% þann 14. október 2019 og 97,8% þann 5. október 2018. Búið er að taka inn öll börn sem búið er að bjóða pláss. 

Í grunnskólunum á eftir að ráða í 10,5 stöðugildi samanborið við 15,4 stöðugildi 3. september. Ráðið hefur verið í 99,5% stöðugilda miðað við fulla mönnun, samanborið við 99% þann 14. október 2019 og 99% þann 5. október 2018.

Í frístundaheimili/sértækar félagsmiðstöðvar á eftir að ráða í 5,9 stöðugildi eða um 10 starfsmenn samanborðið við 15,5 stöðugildi eða 30 starfsmenn þann 3. september 2020. Ráðið hefur verið í 98,1% stöðugilda miðað við fulla mönnun samanborið við 95% þann 14. október 2019 og 89% þann 5. október 2018. Öllum börnum með virka umsókn hefur verið boðið pláss, samtals 4.414 börn.