Góð staða í ráðningum í skóla- og frístundastarfi

Skóli og frístund Atvinnumál

""

Ráðið hefur verið í 98% stöðugilda í 63 leikskólum borgarinnar, 99% stöðugilda í 34 grunnkólum og 95% stöðugilda í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum við skólana. 

Ráðið hefur verið í 98% stöðugilda í 63 leikskólum borgarinnar, en óráðið er í um 36 stöðugildi. Þar af vantar tvo aðstoðarleikskólastjóra, þrjá deildarstjóra, 23 leikskólakennara, þrjá sérkennslustjóra og fjóra starfsmenn í stuðning. Auk þess á eftir að ráða í  26 stöðugildi vegna afleysinga.  Eins og fram hefur komið fjölgaði stöðugildum í leikskólum í haust um 34 vegna stækkunar leikskóla og breytinga á barngildum. 

Í 34 grunnskólum borgarinnar hefur verið ráðið í 99% stöðugilda, en óráðið er í 10,8 stöðugildi kennara, 4 stöðugildi stuðningsfulltrúa, 5,3 stöðugildi skólaliða og 3 stöðugildi þroskaþjálfa. Eins og fram hefur komið fjölgaði stöðugildum í grunnskólum í haust um u.þ.b. 18 stöðugildi vegna fjölgunar nemenda.

Á frístundaheimili/sértækar félagsmiðstöðvar hefur verið ráðið í 95% stöðugilda. Enn vantar um 46 starfsmenn í hálft starf, þar af 21 í starf með fötluðum börnum og ungmennum. Þann 14. október var búið að sækja um fyrir 4.211 börn í frístundaheimili og 150 börn í sértækar félagsmiðstöðvar, alls 4.387 umsóknir. Búið er að samþykkja 4.328 börn inn í dvöl í frístundaheimili og sértækar félagsmiðstöðvar þar af 79 í hlutavistun. Á biðlista eru 26 börn, flest í 4. bekk.  

Sjá minnisblað með yfirliti um stöðuna í ráðningarmálum 15. október.