Gleðilega Menningarnótt!

Samgöngur Velferð

""

Menningarnótt verður formlega sett klukkan 12.00 í dag á nýjasta torgi borgarinnar Hafnartorgi.

Borgarstjóri setur hátíðina, og gefst gestum og gangandi færi á að skoða sýningu af svæðinu eins og það á að líta út þegar framkvæmdum lýkur.

www.menningarnott.is

Menningarnótt hefst með Reykjavíkurmaraþoni en rásmarkið er í Lækjargötu og eru 15 þúsund keppendur skráðir til leiks í hinum ýmsu vegalengdum.

Dagskrá Menningarnætur er eitt alsnægtarborð þar sem allskonar kræsingar eru í boði, tónlist, leiklist, vöfflukaffi, dans og söngur. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi og dagskrána má finna á menningarnott.is

Gestir eru hvattir til að koma gangandi, hjólandi eða með strætó í bæinn því miðborgin verður ein stór göngugata á Menningarnótt. Strætó verður með áætlun yfir daginn. Þeir sem koma á bíl eru hvattir til þess að leggja í bílastæðum í Laugardalnum eða í Borgartúni fá far með ókeypis skutlum Strætó niður að Hallgrímskirkju. Þannig má komast í og úr bænum á einfaldan en skjótan máta. Nánar á www.straeto.is

Á Menningarnótt er sérstök áhersla lögð á að fjölskyldan njóti samveru, komi saman í bæinn og fari heim saman.

 

Gleðilega Menningarnótt! ✨