Gestakort Reykjavíkur til strandaglópa WOW air

Menning og listir Mannlíf

""

Samstarfsaðilar um Gestakort Reykjavíkur bjóða þeim erlendu farþegum WOW air sem hér eru strandaglópar vegna gjaldþrots félagsins, ókeypis gestakort fram í næstu viku.

Gestakortið veitir handhöfum frían aðgang að Listasafni Íslands og Þjóðminjasafni, Borgarsögusafni og Listasafni Reykjavíkur, sundlaugum borgarinnar og húsdýragarði, Gerðarsafni og sundlaugum Kópavogs, auk Strætó.

Með þessu vilja samstarfsaðilar kortsins leggja sitt af mörkum til að draga úr neikvæðri upplifun strandaglópa í borginni og sýna þeim margt af því besta sem höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða.

Erlendir farþegar WOW air geta gegn framvísun síns flugmiða náð í sitt Gestakort í Upplýsingamiðstöðvar What‘s On á Laugarvegi 5 (opið 8:30-22:00) og í Bankastræti 2 (opið 8:30-18:00, lokað sunnudag) til og með þriðjudagsins 2. apríl.

Kortið gildir í að hámarki 72 tíma.

Aðilar í ferðaþjónustu hafa verið upplýstir um þessa ákvörðun en talið er að um 1.000 erlendir gestir verði hér srandaglópar næstu daga.