Geirsgata færð tímabundið

Umhverfi Framkvæmdir

""

Vegna framkvæmda við bílakjallara undir Geirsgötu og nýjum byggingum á Austurbakka verður Geirsgata tímabundið færð til norðurs og jafnframt þrengd á þeim kafla í eina akrein í hvora átt.  Þessi hjáleið um Geirsgötu verður í notkun tímabundið fram á næsta sumar.

Á morgun um kl. 11 verður umferð færð á bráðabirgðaveg sem lagður hefur verið. Í dag er verið að undirbúa breytingu á umferðarljósum og raða upp vegvörðum eða öryggisblokkum meðfram akstursleiðum.

Gangandi vegfarendum er beint um gönguleiðir neðan við Arnarhól meðfram Kalkofnsvegi, sem og um gönguljós yfir Geirsgötu vestan við Kolaportið. 

Hámarkshraði bílaumferðar er 30 km á svæðinu og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát við framkvæmdasvæðið. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af framkvæmdum kann að stafa. 

Á næsta ári verða gerðar breytingar á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu samkvæmt nýju skipulagi og verða þær framkvæmdir kynntar sérstaklega er nær dregur.

Skýringarmyndir af framkvæmdasvæði, gönguleiðum og nýrri tímabundinni legu Geirsgötu:

Nánari upplýsingar um framkvæmdina í Framkvæmdasjá: Geirsgata/Lækjargata/Kalkofnsvegur breyting gatnamóta