Gangið vel frá sorptunnum fyrir óveðrið

Samgöngur Umhverfi

""

Óvíst er hvort hægt verði að vinna við sorphirðu á morgun gangi spá um aftakaveður eftir.

Sorphirðan vill minna íbúa á að ganga vel frá sorptunnum í kvöld, áður en veðrið skellur á ínótt. Eins er mikilvægt að gengið sé frá sorpi í lokuðum pokum og að ekki séu skildir eftir stakir pokar við tunnurnar. Huga þarf að því að moka frá sorptunnum og gönguleiðum að tunnum verði mikil ofankoma. 

Sorphirða hefst á ný þegar veðrið er gengið yfir. Byrjað verður að í miðborg og Vesturbæ þar sem hætt var þegar verkfall hófst sl. þriðjudag. Unnið verður við sorphirðu um helgina til að vinna upp tafir. Hægt er að sjá áætlun sorphirðunnar í sorphirðudagatali, en þó þarf að gera ráð fyrir allt að 3 daga röskun. 

Ef tunnur eru orðnar fullar er íbúum bent á að hægt er að losa sig við pappír, plast og gler á 57 grenndarstöðvum í borginni og eins á endurvinnslustöðvum Sorpu. Allar staðsetningar og opnunartíma endurvinnslustöðva er að finna hér.