Gamli Austurbærinn – íbúafundur í Spennistöðinni

Umhverfi Mannlíf

""

Á fimmtudag, 28. mars kl. 17.00,  bjóða Íbúasamtök Miðborgar og verkefnastjóri Miðborgarmála til íbúafundar í Spennistöðinni undir yfirskriftinni  „UmHverfisganga um gamla Austurbæinn“ og eru allir íbúar á svæðinu sem markast af Laugavegi, Bergþórugötu, Barónsstíg og Snorrabraut sérstaklega hvattir til að mæta. 

Farið verður yfir ábendingar íbúa frá UmHverfisgöngu 25. október sl. og gefið yfirlit hvað hefur verið lagfært. „Markmið fundarins er fyrst og fremst að ræða það hvernig við getum í sameiningu bætt og fegrað umhverfið,“ segir í fundarboði.

UmHverfisgöngur eru tilraunaverkefni þar sem farið er um afmörkuð svæði eða götur og skapa þannig samráðsvettvang borgaryfirvalda og íbúa til að bæta umhverfið.

Spennistöðin er félags- og menningarmiðstöð miðborgarinnar og stendur hún fyrir ofan bílastæðið sunnan við Austurbæjarskóla.