Gamla Hringbrautin lokar á morgun

Framkvæmdir Samgöngur

""

Gömlu Hringbrautinni verður á morgun lokað fyrir bílaumferð  vegna jarðvegsframkvæmda við nýjan meðferðarkjarna Landspítalans. Langtímalokunin er frá Laufásvegi að innkeyrslu á bílastæði Landspítalans. Einnig verður tímabundið lokað fyrir umferð á styttri kafla frá Smáragötu og gildir sú lokun í mánuð.

Aðkoma að bílastæðum á austurhluta spítalasvæðisins verður áfram opin um Gömlu Hringbraut frá Snorrabraut. Í stað bílastæða sem nú fara undir vinnusvæði voru gerð ný stæði m.a. við BSÍ.

Breytingar á strætóleiðum 1, 3, 5, 6 og 15 sem áttu að taka gildi 8. febrúar taka aðeins taka gildi að hluta og er það kynnt sérstaklega á vef Strætó.

LANDSPÍTALAÞORPIÐ // Breytingar á gönguleiðum í febrúar from Landspítali on Vimeo.

 

Framkvæmdirnar hafa einnig áhrif á gönguleiðir eins og sjá má í kynningu Landspítalans hér að ofan. Stjórnendur framkvæmdanna og Reykjavíkurborg hafa lagt ríka áherslu að allar hjáleiðir verði vel merktar. Brýnt er að vegfarendur virði þær merkingar sem komið verður upp tengt þessari stóru framkvæmd og þær hjáleiðir sem munu verða sökum lokunarinnar. „Við hjá NLSH þökkum fyrir þolinmæði vegfarenda, sjúklinga, starfsmanna Landspítala og þeirra sem leið eiga um framkvæmdasvæðið,“ segir Ásbjörn Jónsson, verkefnisstjóri hjá Hringbrautarverkefninu.

Ásbjörn segir að föstudagurinn marki tímamót í uppbyggingu á nýja meðferðarkjarnanum við Hringbraut. Hann segir mikilvægt að almenningur kynni sér vel þær breytingar sem verða á akstri bæði einkabíla og strætisvagna um svæðið í nálægð við Landspítala. Áætlað er að að byggingu nýs meðferðarkjarna muni ljúka 2024.

Tengt efni: