Gaman saman í haustfríinu

""

Frístundamiðstöðvar borgarinnar, bókasöfnin og menningarstofnanir bjóða upp á alls slags skemmtun fyrir börn og fjölskyldur í haustfríinu dagana 24. - 28. október. 

Hrekkjavaka, keila, klifur eða frítt í sund. Fjölmargt verður í boði fyrir alla fjölskylduna á vegum frístundamiðstöðvanna í haustfríinu en áhersla er lögð á að bjóða upp á dagskrá sem býr til góðar samverustundir fyrir fólk á öllum aldri og það endurgjaldslaust.

Menningin verður líka ókeypis hjá söfnum borgarinnar og fá fullorðnir í fylgd með börnum frítt inn á Kjarvalstaði, Ásmundarsafn, Listasafn Reykjavíkur, Árbæjarsafn, Landnámssýninguna í Aðalstræti, Ljósmyndasafnið og Sjóminjasafnið. Meðal þess sem í boði verður eru skapandi smiðjur í bókasöfnunum, ratleikir í söfnunum og fjölskylduleiðsögn um varðskipið Óðin. 

Sjá dagskrá frístundamiðstöðva og menningarstofnana í haustfríinu.