Fyrsti fundur nýs velferðarráðs

Velferð

""

Nýtt velferðarráð kom saman á sínum fyrsta fundi kjörtímabilsins í morgun.

Á fundinum voru fulltrúar í áfrýjunarnefnd kjörnir ásamt því að kjósa varaformann í velferðarráði og ráðsmenn undirrituðu þagnareið.  Síðan var farið í almenna kynningu á sviðinu og helstu samþykktir, stefnur og lykiltölur sviðsins kynntar. Einnig var lögð fram  fundaráætlun ráðsins til jóla.

Heiða Björg Hilmisdóttir er kjörin formaður velferðarráðs en varaformaður verður Elín Oddný Sigurðardóttir en hún er fráfarandi formaður ráðsins.  Aðrir í ráðinu eru Alexandra Briem, Magnús Már Guðmundsson, Egill Þór Jónsson, Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Varamenn eru: Dóra Magnúsdóttir, Líf Magneudóttir, Rannveig Ernudóttir, Ragna Sigurðardóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir , Vigdís Hauksdóttir og Daníel Örn Arnarsson.

Í áfrýjunarnefnd munu eiga sæti Heiða Björg Hilmisdóttir sem aðalmaður, fyrsti varamaður hennar er Elín Oddný og annar varamaður Magnús Már Guðmundsson. Frá minnihluta sitja í áfrýjunarnefnd Sanna Magdalena Mörtudóttir sem aðalmaður, fyrsti varamaður hennar er Egill Þór Jónsson og annar varamaður Kolbrún Baldursdóttir. Fyrir hönd velferðarsviðs eru tilnefndir Þóra Kemp, deildarstjóri, fyrsti varamaður hennar er Kristjana Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri og annar varamaður er Helga Sigurjónsdóttir, deildarstjóri.

Fundir ráðsins verða á föstudögum og hægt er að kynna sér velferðarráð og fundargerðir ráðsins á vef borgarinnar.