Fyrsti fundur í nýju skóla- og frístundaráði

Skóli og frístund

""

Nýkjörið skóla- og frístundaráð kom saman á fyrsta fundi sínum 27. júní. 

Skóla- og frístundaráð er skipað sjö fulltrúum kjörnum af borgarstjórn og jafnmörgum til vara. Á fyrsta fundi ráðsins var m.a. almenn kynning á skóla- og frístundasviði og farið yfir helstu samþykktir, stefnur og lykiltölur sviðsins. Þá var lögð fram fundaráætlun ráðsins til jóla. 

Skúli Þór Helgason er kjörinn formaður skóla- og frístundaráðs en varaformaður er Pawel Bartozsek. Aðrir í ráðinu eru Örn Þórðarson, Alexandra Briem, Líf Magneudóttir, Katrín Atladóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Varamenn eru: Sigríður A. Jóhannsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Rannveig Ernudóttir, Marta Guðjónsdóttir, Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. 

Fulltrúar skólastjóra í leik- og grunnskólum, kennara í grunnskólum, starfsmanna í leikskólum og foreldra í leik- og grunnskólum eiga rétt til setu á fundum ráðsins með málfrelsi og tillögurétti. Fulltrúi stjórnenda frístundamiðstöðva og fulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna eiga einnig rétt tilsetu á fundum ráðsins með málfrelsi og tillögurétti.

Sjá meira um skóla- og frístundaráð