Fyrirframgreidd kort Bílastæðasjóðs lögð niður

Bílastæðasjóður Samgöngur

Hægt er að borga með greiðsluforritum í síma eins og Parka, EasyPark eða SíminnPay. Arctic Images/Ragnar Th.
Mynd af hornhúsi við Laugaveg og Skólavörðustíg. Í forgrunni eru auðar götur og bílastæðamerki.

Fyrirframgreidd kort Bílastæðasjóðs verða ekki lengur í boði en í staðinn verður vísað á aðrar rafrænar greiðslulausnir.

Svokölluð P-kort hafa verið nýtt af litlum hluta viðskiptavina Bílastæðasjóðs en þau hafa ekki fylgt rafrænni þróun og nýtast til að mynda ekki í bílastæðahúsum. Ekki er lengur hægt að fylla á þessi kort.

Hvað er best að nota í staðinn?

  • Hægt er að borga með greiðsluforritum í síma eins og Parka, EasyPark eða SíminnPay. Í einhverjum tilvikum er boðið upp á fyrirtækjalausnir en best er að hafa samband við viðkomandi þjónustufyrirtæki til að athuga hvað hentar þér.