Fundur um íbúasamráð á Kjalarnesi

Mannlíf Samgöngur

""

Stýrihópur kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborgar vinnur nú við að yfirfara og styrkja íbúasamráð hverfanna, sem hingað til hafa gengið undir nafninu hverfisráð. Í tengslum við vinnuna verða haldnir samráðsfundir með hagsmunaaðilum og íbúum í hverfum borgarinnar.

Fyrsti samsráðsfundurinn verður haldinn á Kjalarnesi þann 3. október nk. kl. 19.30 til 21.30.  Á fundinum verður kynnt stuttlega yfirstandandi vinna og formenn hverfisráðs og íbúasamtaka ávarpa fundinn. Opnað verður svo fyrir umræður um hvernig samráðinu skuli háttað og hlutverk ráðanna.

 Fulltrúar í stýrihópi um endurskipulagningu og framtíðarskipan fyrir hverfisráð Reykjavíkurborgar eru:
Dóra Björt Guðjónsdóttir 
Þorkell Heiðarsson 
Gunnlaugur Bragi Björnsson 
Örn Þórðarson
Daníel Örn Arnarsson

Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Fólkvangi.  

Fundurinn er öllum opin.  

Nánar um viðburðurinn á facebook: https://www.facebook.com/events/2183634441922439/

Stýrihópurinn styðst við eftirfarandi gögn sem vert er fyrir áhugasama að kynna sér fyrir fundinn:

Skýrsla um framtíðarsýn hverfisráða 2021 :

https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/framtidarsyn_hverfisrada_2021.pdf

Skýrsla Þjónustumiðstöðvar og hverfisráð: úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar 2016:

https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/uttekt_innri_endurskodunar_reykjavikurborgar_a_thjonustumidstodvum_og_hverfisradum_2016.pdf