Fuglalíf að vetri í Grasagarðinum | Reykjavíkurborg

Fuglalíf að vetri í Grasagarðinum

miðvikudagur, 6. desember 2017

Laugardaginn 9. desember mun Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjufræðingur og fuglaáhugamaður leiða fræðslugöngu um fuglalífið í garðinum en gangan er liður í samstarfi Grasgarðsins og Fuglaverndar. Í Grasagarðinum er fjölskrúðugt fuglalíf allan ársins hring.

  • Svartþrastarkerling á grein
    Svartþrastarkerling á grein

Farið verður yfir fuglafóðrun, fuglar garðsins skoðaðir og kíkt eftir flækingum en Grasagarðurinn er viðkomustaður margra fagurra flækinga og má t.d. sjá glóbrystinga og jafnvel fjallafinkur og hettusöngvara í garðinum um þessar mundir.

Gestir eru hvattir til að taka með sér kíkja í gönguna sem tekur um 40 mínútur.

Einnig hvetjum við gesti til að taka með nesti sem má gæða sér á í ljósum prýddum garðskálanum eftir gönguna.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!