Frítt í sund fyrir atvinnulausa og fólk á fjárhagsaðstoð | Reykjavíkurborg

Frítt í sund fyrir atvinnulausa og fólk á fjárhagsaðstoð

föstudagur, 22. febrúar 2013

Borgarstjórn hefur samþykkt að atvinnulausir Reykvíkingar og fólk sem nýtur fjárhagsaðstoðar hjá Reykjavíkurborg fái áframhaldandi endurgjaldslausan aðgang að sundstöðum borgarinnar og frítt bókasafnskort út árið 2013 en eldri samþykkt rann út í árslok 2012.

Rannsóknir sýna að atvinnuleysi geti haft neikvæðar heilsufarslegar og félagslega afleiðingar í för með sér en með því að bjóða þessum hópum upp á heilsurækt og endurgjaldslausan aðgang að Borgarbókasafninu er stuðlað að aukinni þátttöku í samfélaginu og bættum lífsgæðum.

Hægt er að sækja um aðgangskortin í sínu hverfi á þjónustumiðstöðvum borgarinnar.