Frístundir og fagmennska – rit um málefni frítímans | Reykjavíkurborg

Frístundir og fagmennska – rit um málefni frítímans

þriðjudagur, 20. mars 2018

Út er komið rit um gildi frístundastarfs fyrir börn og unglinga, gefið út af Félagi fagfólks í frítimaþjónustu, Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi og Rannsóknarstofu í tómstundafræðum.

  • Frá Réttindagöngu barna
    Réttindaganga barna á frístundaheimilum Tjarnarinnar

Í ritinu Frístundir og fagmennska er fjallað um frístundastarf í fræðilegu ljósi, gildi þess í lýðræðissamfélagi og skipulagt frístunda- og félagsstarf á vegum sveitarfélaga í landinu. Útgáfan var styrkt af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Æskulýðssjóði og ritstjórn skipa Alfa Aradóttir, Eygló Rúnarsdóttir og Hulda Valdís Valdimarsdóttir.

Ritið er aðgengilegt í vefútgáfu