Frístundamiðstöðin Gufunesbær 20 ára | Reykjavíkurborg

Frístundamiðstöðin Gufunesbær 20 ára

föstudagur, 9. nóvember 2018

Frístundamiðstöðin Gufunesbær fagnar tuttugu ára starfsafmæli og af því tilefni var boðið til veislu í Hlöðunni í gær, 8. nóvember.

 • Frístundamiðstöðin Gufunesbær fagnar tuttugu ára starfsafmæli.
  Frístundamiðstöðin Gufunesbær fagnar tuttugu ára starfsafmæli.
 • Á svæðinu er m.a. strandblaksvöllur, átján brauta frisbígolf völlur, hjólabrettasvæði, útigrill, vaðtjörn og leikkastalar.
  Á svæðinu er m.a. strandblaksvöllur, átján brauta frisbígolf völlur, hjólabrettasvæði, útigrill, vaðtjörn og leikkastalar.
 • Hlaðan fögur í ljósaskiptunum.
  Hlaðan fögur í ljósaskiptunum.
 • Það er alltaf ljúf stemning í Hlöðunni og hún var sérlega góð í afmæli Gufunessbæjar.
  Það er alltaf ljúf stemning í Hlöðunni og hún var sérlega góð í afmæli Gufunessbæjar.
 • Bræðrabandið, Örvar og Ævar syngja afmælissönginn.
  Bræðrabandið, Örvar og Ævar syngja afmælissönginn.
 • Atli Steinn Árnason, Skúli Þ. Helgason og Helgi Grímsson.
  Atli Steinn Árnason, framkvæmdastjóri Frístundamiðstöðinni Gufunesbæ, Skúli Þ. Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs og Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs.
 • Gufunesbær starfrækir einnig Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ).
  Gufunesbær starfrækir einnig Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ).
 • Samúel frá frístund i Kringlumýri og Guðrún María, sem starfar í Gufunesbæ.
  Samúel frá frístund i Kringlumýri og Guðrún María, sem starfar í Gufunesbæ.
 • Baldur Örn frá grafarvogsbuar.is, Valgerður borgarfulltrúi, Guðrún Kaldal framkvæmdastjóri Tjarnarinnar, Örn borgarfulltrúi
  Baldur Örn frá grafarvogsbuar.is, Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi, Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri Tjarnarinnar og Örn Þórðarsson, borgarfulltrúi

Gufunesbær var fyrsta frístundamiðstöðin sem stofnuð var í borginni og hefur allt frá stofnun hennar haft aðsetur í Gufunesi. Í upphafi voru aðstæður frekar bágbornar enda öll húsakynni í mikilli niðurníðslu og lítið um gróður og græn svæði.

Nú tuttugu árum síðar hefur afmælisbarnið fengið verulega andlitslyftingu. Gamla hlaðan var gerð upp árið 2008 og hefur hún nýst vel sem fjölnota salur fyrir ýmsa viðburði á vegum frístundamiðstöðvarinnar. Súrheysturninn fékk hlutverk sem klifurturn og hefur mikill fjöldi barna og unglinga spreytt sig þar á veggjaklifri í gegnum tíðina. Gamli bóndabærinn hýsti skrifstofur og útivistarsvæðið í kringum bæinn er nú orðið að frístundagarði. Í garðinum er boðið upp á fjölbreytta útivistarmöguleika fyrir fólk á öllum aldri. 

Frá byrjun hefur frístundamiðstöðin gegnt því hlutverki að bjóða íbúum Grafarvogs upp á félags- og tómstundastarf sem hefur forvarnar-, menntunar- og afþreyingargildi. Undir Gufunesbæ heyra átta frístundaheimili og fimm félagsmiðstöðvar. Gufunesbær starfrækir einnig Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ) en sú starfsemi hefur það hlutvert að efla og styrkja fagþekkingu starfsfólks í skóla- og frístundastarfi borgarinnar varðandi útivist, útinám og sjálfbærni. Þá hefur Gufunesbær umsjón með rekstri og starfsemi frístundagarðsins við Gufunesbæ, Hlöðunnar og í samstarfi við ÍTR sér bærinn um rekstur og starfsemi þriggja skíðabrekkna í borginni.

Starfsfólk Gufunesbæjar lítur björtum augum fram á veg og tilbúið að takast á við áskoranir sem frístundamiðstöðin stendur frammi fyrir tengt fagstarfinu og áframhaldandi uppbyggingu á húsnæði og aðstöðu Gufunesbæjar.