Frístundalæsi

Skóli og frístund

""

Út er komin handbókin Frístundalæsi sem er samstarfsverkefni Rannsóknarmiðstöðvar Íslands, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands.

Höfundar handbókarinnar eru þær Fatou Ndure Baboudóttir og Tinna Björk Helgadóttir en þær hlutu styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að vinna verkefnið. Handbókin er hugsuð sem stuðningur við starfsfólk frístundaheimila til að efla læsi barna í víðum skilningi í gegnum reynslunám og leik. Hver kafli handbókarinnar inniheldur stutta umfjöllun um hverja tegund læsis fyrir sig, hugmyndir sem hægt er að framkvæma í almennu starfi og hugmyndir að klúbbastarfi. Einnig er sagt frá fyrrimyndaklúbbum sem starfræktir eru á frístundaheimilum í borginni og að lokum er bent á smáforrit og ítarefni. 

Hér er hægt að nálgast hana: https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_frettir/fristundalaesi.pdf