Friðlýsing Lundeyjar undirbúin

Umhverfi

""

Reykjavíkurborg, Umhverfisstofnun og Ríkiseignir hafa undanfarið unnið að undirbúningi friðlýsingu Lundeyjar í Kollafirði. Tillaga að friðlýsingarskilmálum hefur nú verið auglýst til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Lundey er lítil eyja í innanverðum Kollafirði en þar er allstórt lundavarp en um 10.000 pör verpa í eynni. Einnig er þar mikilvægt varp ritu sem og æðar- og teistuvarp. Markmið með friðlýsingunni er að vernda líffræðilega fjölbreytni eyjunnar og þá sér í lagi varp þessa sjófuglategunda sem sumar eru á válista.

Tillögur að friðlýsingarskilmálum má skoða hér.

Frestur til að skila athugasemdum við tillögunni er til og með 20. nóvember 2020. Athugasemdum má skila á á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða senda með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.